Notendaskilmálar

Hér á eftir fara skilmálar þeir sem gilda um notkun og aðgang að Kenni, auðkenningarhugbúnaði sem styður aðgangslykla og rafræn skilríki („Kenni“). Kenni er í eigu og rekstri Kenni ehf., kt. 510124-0300 („félagið“). Um þjónustu félagsins gildir einnig persónuverndarstefna þess, sem má finna á kenni.is.

1 Gildissvið og gildistaka

Félagið býður aðilum að skrá sig í áskrift að Kenni og geta með þeim hætti boðið viðskiptavinum sínum upp á þjónustu Kenni í tengslum við sinn rekstur. Sá aðili sem skráir sig í áskrift að Kenni og greiðir áskriftargjald fyrir hana telst áskrifandi í skilningi þessara notendaskilmála. Á grundvelli áskriftarinnar getur áskrifandi leyft viðskiptavinum sínum („notendum“) að auðkenna sig rafrænt með öruggum og fullnægjandi hætti gagnvart áskrifanda og eftir atvikum vista aðgangslykil eða aðrar auðkenningarupplýsingar í Kenni.

Skilmálar þessir eru sérstakir notendaskilmálar á milli félagsins, áskrifenda og notenda, og veitir félagið áskrifendum og notendum takmarkað leyfi til notkunar á Kenni í samræmi við þá skilmála og skilyrði sem hér eru sett fram.

Skilmálar þessir taka gildi gagnvart áskrifanda og notanda þegar viðkomandi samþykkir skilmála á vef félagsins eða þegar aðili notar kerfið í fyrsta sinn, sá atburður sem fyrr kemur. Ef notandi samþykkir þessa skilmála fyrir hönd lögaðila staðfestir hann að hafi stöðuumboð eða aðra heimild til að skuldbinda lögaðilann og skulu skilmálar þessir þá bæði gilda fyrir lögaðilann og fyrir þann sem aðganginn nýtir.

2 Um Kenni

Kenni er hugbúnaðarlausn og sem gerir aðilum kleift að auðkenna sig með rafrænum hætti. Með því að skrá sig í Kenni geta notendur búið sér til aðgangslykla, sem eru hraðari og ódýrari auðkenning fyrir einstaklinga en fæst með hefðbundnum rafrænum skilríkjum. Þessir aðgangslyklar virka sjálfkrafa fyrir öll kerfi sem nota Kenni. Með aðgangslyklum geta notendur meðal annars skráð sig inn með lífkenni sínu, þ.e. fingrafari eða andlitsgreiningu, í stað þess að þurfa að muna og viðhalda lykilorðum.

3 Skilgreiningar

Áskrifendur: Með hugtakinu er átt við aðila í áskriftarþjónustu Kenni.

Notandi: Með hugtakinu notandi er átt við hvern þann aðila sem notar Kenni.

Skilmálar: Með hugtakinu skilmálar er átt við skilmála þessa.

4 Öryggi í Kenni

Notandi er ábyrgur fyrir notkun síns aðgangslykils sem hann stofnar í Kenni, öryggi hans og fyrir því að hætta notkun aðgangslykils og að óska eftir afturköllun hans telji notandi að öryggi aðgangslykils hafi með einhverjum hætti verið stofnað í hættu. Notanda er óheimilt að deila aðgangslykli sínum með öðrum.

Það er með öllu óheimilt er að nýta þjónustu Kenni til þess að taka þátt í, hvetja til, auglýsa, hafa milligöngu um hvers kyns ólögmætar og eftir atvikum refsiverðar aðgerðir, aðgerðir með skaðlegan tilgang eða aðgerðir sem hafa þann tilgang að brjóta gegn almennu velsæmi.

Það er með öllu óheimilt að setja nokkurs konar skrá eða gögn á vefsvæði Kenni sem gætu flokkast sem einhverskonar tölvuvírus, tölvuormur eða tróju hestur eða innihalda einhverskonar skaðlega eiginleika eða sem gæti á einhvern hátt truflað eðlilega virkni þjónustunnar.

Það er með öllu óheimilt að reyna á nokkurn hátt að sækja, birta eða greina (e. reverse engineer) á annan hátt undirliggjandi forritskóða (e. source code) út frá þeim hugbúnaði sem er notaður á Kenni. Ef notandi fær af öðrum ástæðum aðgang að undirliggjandi forritunarkóða, s.s. vegna bilunar þá ber honum að tilkynna slíkt til félagsins.

Það er með öllu óheimilt að nota neins konar sjálfvirkan hugbúnað, forrit eða annars konar sjálfvirkar aðferðir til að fá aðgang, afrita eða fylgjast með nokkrum hluta af vefsvæði Kenni nema með skriflegu leyfi félagsins.

Það er með öllu óheimilt að trufla notkun annarra notenda sem nýta sér þjónustuna, eyða eða breyta efni sem aðrir hafa sent inn, gera eitthvað sem veldur óeðlilega miklu álagi á þjónustuna og tölvukerfið sem hún keyrir á eða nokkuð annað sem truflar eðlilegt aðgengi annarra notenda að þjónustunni.

Þá er einnig óheimilt að útbúa til aðgangslykla án lögmæts tilgangs eða fyrir hönd annarra einstaklinga.

Það er með öllu óheimilt að trufla, skerða eða á nokkurn hátt nýta þjónustuna með þeim hætti að slík notkun hafi skaðleg áhrif á félagið, viðskiptahagsmuni félagsins, umhverfi, búnað og kerfi félagsins eða truflar kerfisrekstur félagsins og eftir atvikum viðskiptavina félagsins.

Félagið áskilur sér rétt til að ákvarða hvort tiltekin samskipti teljast brjóta í bága við framangreindar reglur.

5 Varðveisla aðgangslykla

Aðgangslyklar sem notendur stofna í Kenni eru virkir þar til notendur óska eftir því að þeim skuli eytt.

6 Gjaldtaka fyrir notkun

Eingöngu áskrifendur gera samninga við félagið um áskrift að Kenni, gjaldtaka við þá fer eftir gjaldskrá sem er birt á heimasíðu félagsins. Notendur þurfa ekki að kaupa áskrift til að stofna aðgangslykla.

7 Rafrænar tilkynningar

Rafrænar tilkynningar frá Kenni verða sendar á skráð netfang notanda hverju sinni.

Með því að skrá sig fyrir aðgangi að Kenni, samþykkir notandi að félagið megi, þegar nauðsyn krefur, senda notanda tilkynningar á netfang það sem skráð er í tengslum við aðgang notanda að Kenni.

8 Þjónusta við notendur

Leiðbeiningar um notkun Kenni er að finna á vefslóðinni www.kenni.is. Notendur geta einnig sent fyrirspurnir á netfangið hello@kenni.is.

9 Vinnsla gagna

Öll gögn í Kenni eru vistuð á dulrituðu formi.

Félagið fylgir lögum um nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

10 Ábyrgðartakmarkanir

Aðgangur að Kenni gæti rofnað af og til af ýmsum ástæðum, t.d. vegna vélbúnaðarbilana, tæknilegra bilana, hugbúnaðarvillna, kerfisuppfærslna, eða vegna aðgerða sem félagið kann að kjósa að grípa til. Félagið ber ekki ábyrgð á tjóni sem slíkt kann að valda. Félagið ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem kann að orsakast beint eða óbeint vegna galla eða bilunar í endabúnaði, tengingu við veraldarvefinn, þeim hugbúnaði sem nauðsynlegur er til tengingar við vefsvæði, vafra eða stýrikerfi notanda eða tölvukerfi, eða af öðrum þeim orsökum sem kunna að valda því að aðgerðir á Kenni geta ekki farið fram eða verða með öðrum hætti en til var ætlast s.s. vegna tæknibilana, villna í gögnum eða truflana í rekstri tölvukerfa. Félagið ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem orsakast beint eða óbeint vegna bilunar í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði áskrifenda eða notanda eða af öðrum orsökum sem kunna að valda því að upplýsingar á Kenni eru ekki réttar eða að notandi nái ekki að tengjast þjónustunni.

11 Takmörkun og afmörkun skaðabótaskyldu

Félagið ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun notanda eða annars aðila með eða án umboðs notanda. Félagið ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til rangra aðgerða notanda eða annars aðila. Félagið ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til utanaðkomandi atvika t.d. bilana, rangra utanaðkomandi upplýsinga o.þ.h.

Félagið ber eingöngu ábyrgð á beinu tjóni áskrifanda og notenda sem rekja má til saknæmrar eða ólögmætrar háttsemi félagsins eða aðila sem félagið ber ábyrgð á. Félagið ber í engu tilviki ábyrgð á rekstrartapi áskrifanda, notanda og/eða þriðja aðila, né heldur óbeinu, tilviljanakenndu eða afleiddu tjóni slíkra aðila, þ.m.t. glötuðum ágóða eða ráðgerðum sparnaði, hvort sem tjónið er rakið til galla, skemmda eða eyðileggingar á Kenni eða til annarra ástæðna.

Skaðabótaábyrgð notanda er ótakmörkuð og fer eftir almennum reglum skaðabótaréttar.

12 Force majeure

Hvorki félagið né áskrifendur eiga rétt til skaðabóta á hendur gagnaðila þegar vanefndir orsakast af óviðráðanlegum eða ófyrirséðum atvikum sem ekki eru til staðar við samningsgerð, svo sem vinnudeilum, styrjöldum, uppreisnum, náttúruhamförum, aðgerðum stjórnvalda á sviði gjaldeyris- og viðskiptamála, viðskiptabönnum, hafnbönnum, almennum samgönguhindrunum, orkuskorti og sambærilegum óviðráðanlegum atvikum í samskiptum við undirverktaka.

13 Hugverkaréttindi

Allt innihald Kenni, þar með talið útlitshönnun (t.d. texti, grafík, myndir, vörumerki), ljósmyndir, hugbúnaður, ritstýrt efni, tilkynningar og annað efni er varið samkvæmt höfundarréttar- og vörumerkjalögum á Íslandi og annars staðar. Öll dreifing, endurútgáfa eða rafræn afritun af höfundar- og vörumerkjavörðu efni Kenni, hvort heldur sem er að hluta til eða heild, er með öllu óheimil.

14 Brot á skilmálum og lögbrot

Verði notendur uppvísir að brotum á þessum skilmálum, misnotkun á Kenni eða hegða sér á þann hátt að augljóst er að viðkomandi getur ekki eða ætlar ekki að uppfylla ákvæði þessa skilmála er félaginu hvenær sem er, og án fyrirvara, heimilt að loka aðgangi slíks aðila að Kenni og eftir atvikum eyða honum. Í slíku tilfelli verður áskrifanda og notanda send tilkynning þess efnis á skráð netfang áskrifanda. Riftun á þessum grundvelli undanskilur áskrifendur ekki frá greiðslu útistandandi gjalda.

Ef grunur vaknar að um lögbrot sé að ræða þá áskilur félagið sér rétt til tilkynna slíkt til yfirvalda.

15 Breytingar á skilmálum

Félagið áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum og munu breytingar verða tilkynntar áskrifendum við næstu innskráningu eftir að breytingarnar taka gildi. Ef áskrifandi kýs að samþykkja ekki breytta skilmála munu hann og notendur hans ekki lengur geta skráð sig inn á Kenni.

16 Lög og varnarþing

Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum.

Öll ágreiningsmál á grundvelli eða í tengslum við þessa notendaskilmála skulu eingöngu rekin fyrir héraðsdómi Reykjavíkur.

Síðast breytt 6. júní 2024